Einingar fyrir spilliefni

Fljótleg uppsetning, afhent tilbúin.

Það tekur 2 til 3 daga að setja þessa lausn upp. Það eina sem þið þurfið að gera er að tengja rafmagnið.

Byggt á einingum, sveigjanlegt og fljótlegt

Sérhannaðar einingar fyrir spilliefni eru vottaðar til geymslu á spilliefnum þannig að þau eru skilin frá og geymd á ábyrgan hátt. Einingarnar eru sambyggðar fyrir nákvæmlega þá stærð og lögun sem þörf er fyrir. Samsettar einingar tryggja samfellda lausn.

Einingar fyrir spilliefni eru í grunninn mótaðar á sama hátt og staðaleiningar Modulo beton. Aðalmunurinn er sá að einingar fyrir spilliefni eru afhentar með gólfi þannig að þær eru þéttar og eldheldar.

Einingin fyrir spilliefni er vottuð til meðferðar og geymslu spilliefna.

Það er fljótlegt að setja upp einingarnar frá Modulo Systems. Ekki þarf að leggja grunn því einingarnar eru settar upp á slétt undirlag sem fyrir er.

Breytist þarfirnar síðar er auðvelt að bæta við fleiri einingum.

Kör og gólfristar

Einingarnar eru afhentar með lekatryggðum körum og gólfrist ofan á. Gólfristin í hverri einingu fyrir sig er 4-skipt og er afhent með sjálfstæðum 1100 lítra frárennslisbökkum sem hægt er að taka frá og hreingera.  Staðlaða gólfristin ber 1500 kg/m2 (365 kg punktálag) en hægt er að afhenda hana með því burðarþoli sem óskað er eftir.

Klæðning

Modulerne leveres med overflade i beton, men kan beklædes efter ønske. F.eks. med træ, eternit eller andre plader

Hurðar

Kerfið er afhent með BD60 eldvarnarhurðum úr stáli fyrir bæði tvöfaldar dyr, einfaldar dyr og minni dyr fyrir neyðarútganga.

Innréttingar rýma fyrir spilliefni

Arkitektar og verkfræðingar Modulo Systems eru sérfræðingar í innréttingum mannvirkja fyrir spilliefni og sjá um ferlið, allt frá fyrstu hugmyndum og skissum og til þess að rekstur er hafinn. Við veitum ráðgjöf og skipuleggjum, setjum upp og komum í gang, þannig að við tökum fulla ábyrgð á verkefninu frá upphafi til enda.

Spilliefni eru áfram hættuleg þótt borgarinn hafi skilað þeim inn í endurvinnslustöðina. Þetta sorp gefur frá sér hættulegar gufur sem ógnað geta heilsu starfsmanna endurvinnslunnar og því þarf að fjarlægja það.

Loftræsting og frásogsbúnaður fyrir spilliefni

Dæmigerð uppsetning er með loftræstirörum í lofti meðfram öllum veggjum rýmisins. Sett eru upp T-tengi með frásogsslöngu með 80 sm millibili að frásogsbúnaðinum fyrir neðan.

Frásogsbúnaður fyrir tunnur og föt

Við bjóðum sérhönnuð lok fyrir tunnur og föt sem tryggja stöðugt frásog, líka þegar þau standa opin. Lokin eru afhent í duftlökkuðu áli. Hverju loki fylgir hagnýtur upphengibúnaður sem gerir að auðvelt og fljótlegt er að skipta um tunnur. Lokin eru afhent fyrir 60, 120 og 220 lítra tunnur.

Frásogsbúnaður fyrir 600 lítra gám

Lausnin er afhent sem bás með tilheyrandi sogloki þar sem gámnum er ekið inn. Lokið er vökvaknúið og aðeins þarf að ýta á hnapp til lyfta því, hvort sem það er tvískipt eða einfalt. Lausnin er gerð úr duftlökkuðum stálpötum og tryggir stöðugt frásog úr gáminum, líka þegar lokið er opið.

Olíubar

Olíubarinn er sérhannaður fyrir starfsmenn til að handfjatla olíuúrgang á einfaldan og öruggan hátt. Olíubarinn er tengdur loftræstikerfinu og fjarlægir sjálfkrafa eitraðar gufur þegar fengist er við olíuúrgang. Litlu magni er hellt beint ofan í olíubarinn. Meðfylgjandi sogpinna má nota til að sjúga upp meira magn. Olíubarinn er tengdur við 1000 eða 1500 lítra lausan tank. Olíubarinn er smíðaður úr duftlökkuðum stálplötum.

Öryggisbúr

Öryggisbúr fyrir eiturefni, köfnunarefnisáburðarúrgang og annað sorp sem geyma skal innilæst.

Gufugleypir

Með þessari lausn má fá gufugleypi yfir hillu eða borði sem notað er til tímabundinnar geymslu eða flokkunar.

 

Neyðarsteypibað

Neyðarsteypiböð eru sett upp fyrir fyrstu viðbrögð í skyndihjálp og til að lágmarka varanlegt líkamstjón eftir slys með hættuleg efni. Neyðarsteypiböð eru samsett sturta fyrir líkama, augu og andlit og eru alltaf sett upp í rýmum fyrir spilliefni.

Lýsing fyrir sprengifimt umhverfi

Lýsing í rýmum þar sem tekið er við spilliefnum er alltaf höfð eins og fyrir sprengifimt umhverfi í samræmi við svæðaflokkun byggingarinnar.

Sjálfvirk slökkvikerfi

Við getum bætt við lausnina sjálfvirkri lokun dyra við eldsvoða og sjálfvirkum ABC-duftslökkvitækjum í lofti.