Einingabyggð endurvinnslustöð

Fljótleg uppsetning, afhent tilbúin til notkunar.

Það tekur 5-7 daga að koma þessari stöð upp og hægt er að reisa hana á nær hvaða undirlagi sem er

Einingabyggðu endurvinnslustöðvarnar frá Modulo beton eru úr forsteyptum einingum og veita ótakmarkaða möguleika hvað varðar stærð og samsetningu. Það ræðst af þörfum hvers staðar hvort einn eða fleiri rampar eru settir upp.

 Hægt er að stækka sveigjanlegar einingarnar eftir þörfum og jafnvel að flytja á nýjan stað.

[imagelinks id=”2731″]

Einingarnar

Forsteyptar einingar og rampar

Grunnar eru óþarfir

Grunnar eru óþarfir
Modulo beton endurvinnslustöðin stendur beint ofan á undirlaginu og nota má rýmið undir stöðinni til t.d. geymslu eða frárennslisbúnaðar.

Kynnið

Einingabyggt

Modulo beton lausnin byggist á stöðluðum einingum og sérstökum rampaeiningum fyrir stöðina. Einingarnar fást í ýmsum stærðum: Staðaleiningarnar eru 3×3 m eða 3×4 m og eru fáanlegar / framleiddar í stöðluðum hæðum frá 1 m og allt að 3,25 m.

Ábyrgð

Modulo beton veitir 10 ára ábyrgð vegna tæringar eininganna, að því tilskildu að gerður sé þjónustusamningur.

Byggingaflokkur

Allar einingar (rammarnir) og uppsetningar eru gerðar samkvæmt hinum kröfuharða umhverfisflokki C35/2400.

Einingastærðir

Álagið getur verið frá 3,5 tonnum til 29 tonna. Staðalálag eininganna er 9,5 tonn, þannig að það er í samræmi við bæði almenna 3,5 tonna

Álag

Álagið getur verið frá 3,5 tonnum til 29 tonna. Staðalálag eininganna er 9,5 tonn, þannig að það er í samræmi við bæði almenna 3,5 tonna

aðgengiskröfu á flestum endurvinnslustöðvum auk þyngri ökutækja. Þetta er einnig trygging til framtíðar litið. Veggjaþykkt er 18 sm við 9,5 tonna álag.

Kantbjálkar

Kantbjálkarnir umhverfis einingalausnina eru afhentir í staðlaðri 20 sm hæð en því má breyta eftir þörfum. Kantbjálkarnir verða búnir rennum fyrir frárennslisvatn samkvæmt umsaminni hönnun.

Yfirborðið

Yfirborðið er tryggt með góðri skrikvörn til að tryggja öryggi við umferð fólks þótt það rigni eða hált sé.

Endaveggur

Endaveggur eða gafl er sá veggur sem lokar einingunni þannig að lokað sé inn í alla einingalausnina. Einingarnar eru staðlaðar með tveimur veggjum og þegar þær liggja t.d. upp að vegg á gámabási þarf að jafnaði þriðja vegginn í eininguna. Sé þriðji veggur hafður er einingin lokuð til allra átta. Sá veggur er settur í fyrir uppsetningu.

Op og rennur í einingunum

Einingarnar eru búnar opum og rennum eftir þörfum og óskum hvers og eins. Við getum útbúið rennur, op og dyraop í einingaveggina þannig að rýmin tengist saman og aukist.  Hægt er að útbúa fjölbreytt dyraop svo hægt sé að loka rýmunum og nota þau í ýmsum tilgangi.

Loftræsting

Loftræstigöt eininganna eru hönnuð af verkfræðingum okkar svo þau hæfi bæði stærð og fyrirkomulagi viðkomandi lausnar. Loftræstigötin tryggja rétt gegnumstreymi lofts til að halda raka niðri.

Rampaeiningar

Rampaeiningarnar eru líka afhentar í stöðluðum stærðum, 3×3 m eða 3×4 m, og fjöldi þeirra og lengd ræðst af hæð eininganna. Hér er einfaldað yfirlit yfir lengd rampa miðað við hæð eininganna.

Samsetning eininga

Einingar og rampar eru búnir samsetningagötum þegar þeir eru forsteyptir. Endanlegur frágangur er unninn með 25 mm skrúfstöngum og 12 mm spenniskífum

Þríhyrndar einingar

Afhentar eru þríhyrndar einingar fyrir stöðina svo hægt sé að koma gámum skáhallt fyrir meðfram einingunum. Þetta er hagkvæm lausn sem gefur gott geymslurými undir einingunum.

Aðlaganir og fylgihlutir

Forsteyptar einingar og rampar

Girðing

Yfirvöld krefjast þess að komið sé upp öryggisgirðingum ef hæðin er meiri en 1,50 m og þess vegna er öryggisgirðing hluti af heildarhugmynd okkar.

Allar öryggisgirðingar eru framleiddar úr galvaníseruðu stáli og umkringja hækkaða svæðið. Girðingin er afhent í 3 eða 4 metra lengdum, allt eftir einingalengd. Stöðluð hæð er 1 metri en girðingar má fá í ýmsum hæðum. Festingar eru á neðri jaðri girðingarinnar. Festingarnar eru skrúfaðar niður í steypukantbjálka einingarinnar. Girðingin er sterkbyggð úr galvaníseruðu stáli.

Við bjóðum bæði fastar girðingar, rampagirðingar og opnar girðingar. Föstu girðingarnar og rampagirðingarnar eru festar á sinn stað og ekki er hægt að opna þær. Hægt er að opna opnu girðingarnar á miðjunni til bæði vinstri og hægri og festa við næstu girðingu. Þannig verður auðveldara að losa sig við sorpið.

Sliskjur

Sliskjur úr galvaníseruðu stáli koma í veg fyrir að notendur falli, auk þess að grípa það sem detta kann á milli einingar og gáms. Uppsettar sliskjur má einnig nota til að merkja lokaðan gám. Sliskjur eru afhentar í stærðum sem hæfa lengd gáma.

Stuðarar

Stuðarar hlífa steyptu einingunum fyrir skemmdum við meðferð gáma. Stuðarar eru af ýmsu tagi, t.d. úr viði eða næloni, sem plastlistar eða gúmpokahlífar. Á myndinni er sýnt hvernig tréstuðara er komið fyrir og hann festur.

Stýribrautir fyrir gáma

Auðvelt er að koma gámum fyrir og sækja þá með stýribrautunum sem auk þess vernda undirlagið.

Modulo beton býður 2 mjög ólíkar gerðir stýribrauta. Þær eru annað hvort úr galvaníseruðu stáli eða endurunnu PE-plasti.

Auðvelt er að koma gámum fyrir og sækja þá með stýribrautunum sem auk þess vernda undirlagið. Gámurinn rennur inn í stýribrautina og stöðvast á stálkantsstoppara á henni. Stýribrautir eru afhentar aðhæfðar hinum ýmsu gerðum gáma. Stýribrautirnar eru úr galvaníseruðu stáli og hægt er að bolta þær fastar í bæði malbik og steypt undirlag.

Undirlagið er sveigjanlegt og færanlegt, hlífir malbikinu við sliti og deyfir einnig hávaðann frá tilfærslu gámsins. Modulo gámamotta er gerð úr sjálflagandi High Molecular fjöletýleni með miklum aflfræðilegum styrk þar sem smáskemmdir lagfæra sig sjálfkrafa. Modulo

gámamottur má færa til vegna hreingerninga og viðhalds.

Hurðir og hlið

Hurðir og hlið veita góða vernd gegn dragsúgi, raka, ryki og óhreinindum. Það er fljótlegt að opna og loka sem hámarkar umferðarflæði, bætir umhverfið innandyra og er orkusparandi. Það eykur líka öryggi að hægt er að læsa og þannig að hindra þjófnaði. Hér að neðan má sjá lýsingar á hurðum og hliðum.

 Staðlaðar hurðir: Inni- og útihurðir í ýmsum stærðum með karmi og möguleikum á lási.

 Eldvarnarhurðir: BS60 inni- og útihurðir sem uppfylla kröfur vegna elds.

Í Modulo beton heildarhugmyndinni er einnig að finna einingar sem nota má undir sérstakt sorp þar sem skylt er að hafa eldvarnarhurðir á geymslurými undir palli.

Hlið: Hægt er að afhenda bæði venjuleg hlið eða hraðhlið í ýmsum stærðum. Kynntar verða og teknar ákvarðanir um ýtarlegri hliðalausnir í hönnunarferlinu.

Truckramper med varme

Hiti í römpum

Einnig er hægt að kaupa til viðbótar samsteypta hitastigsstýrða hitakapla sem hreinsa sjálfkrafa snjó og ís af bæði palli og römpum.

Starfsmannahús

Það er góður kostur að hafa starfsmannahúsið uppi á einingu því þá hefur starfsliðið gott útsýni yfir alla stöðina/svæðið.

Modulo beton er í samstarfi við seljendur forsmíðaðra starfsmannahúsa. Þau eru afhent á staðnum svo einungis þarf að tengja þau rafmagni og vatni.

Sérsniðnar lausnir eru einnig í boði þar sem starfsmannahúsið er smíðað samkvæmt óskum ykkar. Allt verður þetta kynnt í hönnunarferlinu.

Skilti

Góðar skiltamerkingar eru afar mikilvægar á nútíma endurvinnslustöðvum. Þá eru gestir fljótir að finna rétta gáminn. Það er mjög mikilvægt að hafa merkingar á endurvinnslustöðvum greinilegar en álagið þar er mikið svo nota þarf endingargóðar lausnir. Skiltin þurfa einnig að vera sterk og sveigjanleg í notkun með grafískum möguleikum.

Einingar fyrir heimilistæki og endurnýtingu

Modulo beton býður heildarlausn með 2 einingum þar sem hafa má skipsflutningagám með læsanlegum dyrum fyrir heimilistæki. Þannig er hægt að losa heimilistækin beint á pallinum eða rampinum. Menn setja sjálfir tækin á sinn stað í gáminn og svo getur dráttarbíll sótt hann. Úrvals lausn fyrir bæði notendur og starfsmenn á stöðinni. Notendur geta losað sig við allt sorp uppi á rampinum og starfsmenn losna við að fást við þung heimilistæki. Síðast en ekki síst tryggir þetta snyrtilega og aðlaðandi stöð.

Skæralyfta

Við höfum nú bætt við vörulyftu sem flytur hættulegt sorp, sem tekið er við á stöðinni og síðan flutt í geymslurýmið, beint niður í sérhannað geymslurými fyrir hættulegt sorp.

Lýsing

Við bjóðum nú í samstarfi við Philips Lightning nútímalegar og framsæknar lýsingaraðferðir með skilvirkri og aðlaðandi lýsingu á bæði stöð og aðkomu.

Lýsing með ljóstvistum á endurvinnslustöðinni dregur umtalsvert úr rafmagnsnotkun og koltvísýrings (CO2) miðað við hefðbundna lýsingu. Ljóstvistarnir endast í um það bil

60.000 klst. miðað við 10.000 klst. endingu hefðbundinna ljósgjafa þannig að það dregur umtalsvert úr viðhaldsvinnu. Miðað við u.þ.b. 4.000 klst. notkunartíma árlega endast ljóstvistarnir því um 15 ár. Hvítt ljósið frá þeim bregður einnig betri og þægilegri birtu á umhverfið.

Nýting rýmisins undir einingunum

Modulo beton byggist á heildarhugmyndinni 100% yfir og 100% undir. Hægt er að nýta rýmið 100% undir einingunum frá Modulo beton, öfugt við hefðbundið skipulag endurvinnslustöðva. Það þýðir að hægt er að nota rýmið undir einingunum til margvíslegra verkefna.

Innri mál eru vitaskuld háð því hvaða einingar voru valdar til verkefnisins.

Einingarnar eru hannaðar þannig að alltaf er opið á milli þeirra. Einingarnar hafa bara tvær hliðar þannig að þær mynda löng og mjó rými. Hægt er að taka úr einingaveggjunum þannig að til verða stærri rými sem skipt er upp með dyrum. Það er fúgað á milli eininga til að halda regnvatni úti. Einingarnar eru einnig búnar loftræstigötum svo raki safnist ekki upp.

Það er t.d. hægt að nota geymslurýmin á milli einingapallanna til eftirfarandi verkefna:

Spilliefni

Einingin fyrir spilliefni er vottuð fyrir örugga sjálfstæða geymslu á spilliefnum. Einingin er stöðluð Modulo beton eining, þó þannig að hún er afhent með steyptum botni. Þessar einingar eru því bæði þéttar og eldheldar. Sjá nánar í valmyndinni,Spilliefni’.

Gámar og ílát undir pallinum

Hægt er að koma gámaþjöppu frá EnviroPac fyrir undir pallinum þannig að bílstjórinn þurfi aðeins að sækja gáminn. Það dregur úr kostnaði því aðeins gámurinn er fluttur, auk þess sem innihald hans er þurrt og því léttara.

Hægt er að koma EnviroPac jarðopi fyrir ofan á einingunni þannig að sorpi á borð við dagblöð, plastflöskur o.fl. sé safnað þar undir.

Salerni og búningsherbergi

Modulo beton hefur þróað forsmíðaðar einingar fyrir salerni og búningsherbergi á einingabyggðri nútímalegri endurvinnslustöð. Einingarnar eru

20 fermetrar og með sjálfstæðu salerni, baði og búningsherbergi. Einingarnar eru settar upp á einum til tveimur dögum, rétt eins og endurvinnslustöðin sjálf.

Og reyndar er það einungis hugmyndaflugið sem setur kaupendum takmörk. Við höfum sett upp rými sem hægt er að nota á mjög fjölbreyttan hátt, t.d. til að geyma gáma, tunnur, skilti, götusalt o.fl., verkstæði og bílskýli.

Hönnunarferlið

Hönnunarferlið stendur aðeins í fáeina daga og að því loknu fáið þið í hendur tillögur að nýrri endurvinnslustöð í bæði tvívídd (2D) og þrívídd (3D).

Grunnteikning

Það eina sem við þurfum er grunnteikning af svæðinu og upplýsingar um óskir ykkar og þarfir. Þær myndu að jafnaði snúast um undirlag svæðisins, umferðarmagn/fjölda heimsókna, leiðir inn og út, fjölda deilda og lýsingu á óskum og þörfum varðandi fyrirkomulag svæðis og eininga. Teikningin þarf að berast okkur annað hvort sem AutoCAD- eða PDF-skjal.

Hönnunartillögur

Arkitektar okkar og verkfræðingar vinna svo tvær til þrjár tillögur að hönnun áður en við veljum bestu lausnina í samstarfi við ykkur. Þetta ferli einkennist af mörgum tilfærslum og aðlögunum í þeim tilgangi að finna lausn sem hentar óskum og kröfum um endurvinnslustöð til framtíðar litið.

Sjónræn framsetning

Þegar teikning í tvívídd (2D) er tilbúin, vinnum við teikningar í þrívídd (3D) sem gefur raunhæfa mynd af Modulo beton endurvinnslustöðinni. Það er mjög góð leið til að fá endanlega mynd af stöðinni og heildstæða sýn á svæðið allt. Það er líka hægt að nota teikningarnar í ákvarðanaferlinu þegar forstöðumaður, stjórn eða aðrir aðilar þurfa að fá innsýn í heildarhugmynd frá Modulo beton og jafnvel að taka ákvörðun í framhaldi af því.

Kröfur til staðar þar sem setja á upp einingar

Einingar eru að jafnaði settar upp á því undirlagi sem fyrir er, bara að það sé nokkurn veginn slétt

Undirlag

Einingarnar eru settar upp á stöðugu og hæfilegu undirlagi, yfirleitt malbiki eða steinlögn. Ekki er þörf fyrir grunn undir einingarnar, sé undirlagið vel stöðugt. Einingarnar eru spenntar saman með stórum spenniskífum og boltum sem í sameiningu tryggja líka stöðugleikann.

Burðarþol undirlags verður að vera 1,6kg/sm2.

Sé um að ræða umfangsmikla stöð skal þó íhuga að leggja einhvers konar grunn undir Modulo beton einingarnar. Það gæti t.d. átt við um gömul mýrasvæði með óstöðugu undirlagi.

Undirlagið þarf helst að hallast aðeins þannig að rigningarvatn renni frá einingunum. Við mælum með halla á bilinu 1 – 2,5%.

Framleiðsla og uppsetning

Framleiðslan tekur 6-8 vikur en svo er hægt að byrja beint á uppsetningunni

Framleiðsla eininganna

Einingarnar eru forsteyptar hjá einhverjum af undirverktökum okkar. Allir undirverktakar okkar eru ISO-vottaðir.

Einingarnar eru steyptar í mótum í samræmi við teikningar og mál frá Modulo beton. Framleiðslan tekur 5 til 10 vikur, allt eftir umfangi pöntunar.

Flutningur

Forsteyptu einingarnar eru fluttar með vörubílum. Vörubílarnir afhenda einingarnar í sömu röð og þær verða settar upp.

Uppsetning

Einingunum er lyft af vörubílunum með krana og þær settar upp í samræmi við teikningar. Þegar kraninn hefur komið einingunum fyrir, er öllum fylgihlutum bætt við þannig að stöðin fær það útlit sem að var stefnt.

Sem fylgihluti má nefna stuðara, stýribrautir, öryggisgirðingu o.s.frv. Að endingu fúgum við á milli eininganna þannig að þær verði vatnsþéttar.

Það ræðst af stærð verkefnisins hve langan tíma verkið tekur, að jafnaði 3 til 7 daga.

Uppsetning

Til hægri má sjá dæmi um Modulo beton uppsetningu. Nýja endurvinnslustöðin hjá Remiks í Tromsø var fullgerð á aðeins 5 dögum. Þá er átt við 5 daga frá því að tekið var við auðri jörð og þar til stöðin var opnuð. Hér er um að ræða hikmynd (timelapse) þar sem tekin er mynd á mínútu fresti.